Hús dagsins: Lónsstofa á Skipalóni 200 ára
„Í samanburði við nágrannalönd okkar eru íslensk mannvirki frekar „ung“. Á Norðurlöndunum, að ekki sé minnst á Bretlandseyjar og meginland Evrópu, standa heilu borgirnar, eða borgarhlutar, sem byggðar voru á miðöldum og eru þannig mörg hundruð ára gamlar.“
Þannig hefst nýr pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins þar sem hann fjallar um Lónsstofu á Skipalóni.
Á Eyjafjarðarsvæðinu skipta hús eldri en 100 ára á að giska fáeinum hundruðum. Hús eldri en 200 ára eru hins vegar aðeins örfá og heyrir það raunar til tíðinda, að eitthvert hús á Eyjafjarðarsvæðinu nái því marki, segir Arnór Bliki. Á þessu ári nær eitt hús þeim virðulega aldri; Lónsstofa á Skipalóni verður 200 ára. Hana byggði Þorsteinn Daníelsson árið 1824.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika