Fara í efni
Fréttir

Húnavallaleið verði sett í samgönguáætlun

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, telur það forgangsmál að koma Húnavallaleið – styttingu þjóðvegar 1 við Blönduós – í nýja samgönguáætlun.

„Það vekur athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem nú liggur fyrir í samráðsgátt og allir hafa kost á að koma fram með umsagnir, til og með 31. júlí, er ekki minnst á Húnavallaleið. Það er stytting þjóðvegar 1 við Blönduós,“ skrifar Njáll Trausti í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Þingmaðurinn segir margt mæla með gerð nýs vegar, nefnir að Húnavallaleið sé talin ein af arðsömustu vegaframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag auk þess sem umferðarsérfræðingar telji að styttingin ein og sér muni leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi. Hann vitar í greinargerð Vegagerðarinnar frá 2011 þar sem segir að auk þess sé gert ráð fyrir að hinn nýi vegur „verði með lægri slysatíðni en núverandi leið sem byggist á því að vegurinn verður með minni langhalla, víðari beygjur, færri gatnamót, betri sjónlengdir og í heild með betri samfellu í veglínunni sem að öllu samanlögðu leiðir til lægri slysatíðni.“

Smellið hér til að lesa grein Njáls Trausta