Hrund Hlöðversdóttir er nýr pistlahöfundur
Það er öllum hollt einhvern tímann á lífsleiðinni að stíga út fyrir þægindarammann, prófa nýjar aðstæður, ný áhugamál, kynnast nýju fólki eða nýjum samfélögum. Með því höldum við leitinni að sjálfinu áfram og kynnumst nýjum hliðum á okkur sjálfum.
Þannig hefst fyrsti pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar sem í dag bætist í hóp pistlahöfunda Akureyri.net. Í pistlunum, sem birtast munu annan hvern föstudag, hyggst Hrund fjalla um mennskuna.
Um þessar mundir er hún gestur í nýju landi og segir frá þegar hún datt fyrir algjöra tilviljun inn á viðburð hjá fólki sem hún þekkti ekki neitt.
Það er gaman að velta mennskunni fyrir sér og hvað felst í því að vera manneskja. Félagsþörf okkar er mismikil en frumþörfin fyrir því að tilheyra er okkur öllum mikilvæg.
Fyrsti pistill Hrundar Hlöðversdóttur: Ég er bara ég