Fara í efni
Menning

Hrífandi efnisskrá og tilfinningar flæddu

Tónleikarnir í Akureyrarkirkju á sunnudag. Ljósmynd: Daníel Starrason.

„Að loknum tónleikum sagði ég og segi enn að þetta voru einhverjir áhrifamestu tónleikar sem ég hef setið,“ skrifar Sverrir Páll Erlendsson í pistli um ógleymanlega stund í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. 

Í kirkjunni komu fram Kammerkór Norðurlands og Hymnodia undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Eyþór Ingi Jónsson lék á orgel og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á selló. Einsöngvari var Hildigunnur Einarsdóttir messósópran.

Tónlistin var afskaplega fjölbreytt og litskrúðug, segir Sverrir Páll, „sameinaður kórinn bókstaflega á tánum, söngur einstaklega góður og hljóðfæraleikur sömuleiðis, en það er einu sinni svo að þegar hljómlistin er góð og tjáningarfull fyllist ég einhvern veginn af henni og get ekki setið kyrr, ég hrífst með í hæðum og lægðum og tilfinningarnar flæða, stundum með tárum, stundum með brosi eða hlátri – en allir voru með grímu nema tónlistarfólkið svo þetta fór svolítið leynt í þetta sinn. Í lok svona tónleika er ég stundum svo þreyttur að mér finnst ég hafi tekið þátt í ævintýrinu. Innan í mér.“

Smellið hér til að lesa pistil Sverris Páls.