Fara í efni
Íþróttir

Höskuldur Jónsson knapi ársins hjá Létti

Höskuldur Jónsson, knapi ársins í meistaraflokki hjá Létti, lengst til hægri. Guðmundur Karl Tryggvason, lengst til vinstri, og Vignir Sigurðsson voru líka tilnefndir. Myndir af Facebook síðu Léttis.
Höskuldur Jónsson var kjörinn knapi ársins 2024 í meistaraflokki hjá Hestamannafélaginu Létti. Niðurstaðan var kunngjörð í hófi á milli jóla og nýárs. Greint er frá niðurstöðunni á Facebook síðu félagsins.
 
Í flokknum knapi ársins í meistaraflokki voru einnig tilnefndir þeir Guðmundur Karl Tryggvason og Vignir Sigurðsson.
 
  • Knapi ársins í áhugamannaflokki er Mathilde Larsen. Einnig voru tilnefnd Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Hreinn Haukur Pálsson.
  • Knapi ársins í ungmennaflokki er Auður Karen Auðbjörnsdóttir. Einnig voru tilnefnd Eyþór Þorsteinn Þorvarsson og Margrét Ásta Hreinsdóttir.
  • Skeiðknapi ársins er Hinrik Ragnar Helgason. Einnig komu til greina þau Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Vignir Sigurðsson.
  • Léttir tilnefnir fólk til kjörs íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar – þau Höskuld Jónsson og Auði Karen Auðbjörnsdóttur.
 
 
Mathilde Larsen, knapi ársins í áhugamannaflokki, með bikarinn í miðjunni. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Hreinn Haukur Pálsson voru einnig tilnefnd.

Hinrik Ragnar Helgason skeiðknapi ársins hjá Létti.
 
Knapi ársins í ungmennaflokki, Auður Karen Auðbjörnsdóttir, lengst til vinstri. Margrét Ásta Hreinsdóttir og Eyþór Þorsteinn Þorvarson voru einnig tilnefnd.