Horfur á hlýindum?
Akureyringar geta allt eins átt von á ágætri veðurviku fram undan ef spár ganga eftir. Sjálfvirka spáin á vedur.is er að vísu nokkuð bjartsýnni en spá veðurfræðinga Veðurstofunnar. Myndin hér að neðan er skjáskot af vef Veðurstofunnar og sýnir sjálfvirka spá fyrir veðurathugunarstöð Veðurstofunnar við Krossanesbraut.
Veðurspá fyrir Norðurland eystra fyrir daginn í dag er svohljóðandi: Hægviðri og að mestu þurrt. Austlæg eða breytileg átt 3-8 seinnipartinn, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 9 til 15 stig.
Mesti hiti á landinu næstu daga verður hér á norðausturhorninu. Veðurhorfur fyrir landið næstu daga, samkvæmt spá sem gerð var í morgun:
Á þriðjudag:
Snýst í sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Væta með köflum, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 5-13 og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 10 til 17 stig, mildast fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 5-13 og rigning eða súld með köflum, en skúrir á Austurlandi. Hiti 8 til 15 stig.
Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og súld eða dálítil rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst.