Fara í efni
Mannlíf

Hörður færði KAON árlega peningagjöf

Hjónin Hörður Óskarsson og Erna Rós Ingvarsdóttir afhenda Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður Harðar. Myndin er af Facebook-síðu KAON.
Á Facebook-síðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er sagt frá því að Hörður Óskarsson hafi undanfarin átta ár fært félaginu styrk til minningar um bróður sinn, Sigurð Viðar Óskarsson, sem lést úr krabbameini 2010. Gjafir Harðar nema nú alls 2,4 milljónum króna á þessum átta árum.
 
Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynd sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar á Facebook. Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og Nágrennis er Herði afar þákklátt fyrir þennan ómetanlega stuðning sem hann hefur sýnt félaginu íg egnum árin. 
 
Skartið sem Hörður selur er gullfallegt eins og meðfylgjandi myndir sýna, en þær eru af Facebook-síðu KAON.