Menning
Hlustendaverðlaunin: Saint Pete nýliði ársins
22.03.2025 kl. 06:00

Akureyrski rapparinn Saint Pete – Pétur Már Guðmundsson – var kosinn nýliði ársins af hlustendum útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957 og X977. Hlustendaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í Reykjavík í fyrrakvöld.
Þetta er í 12. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram. „Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári,“ segir í umfjöllun Vísis, sem er hluti af Sýn, eins og útvarpsstöðvarnar þrjár.