Fara í efni
Fréttir

Hlíðarfjall líklega opnað innan tíu daga

Töluverður snjór er kominn í Hlíðarfjall og vonandi hægt að opna lyfturnar sem fyrst. Þessi mynd var tekin í fjallinu í fyrra.

Ágætlega hefur safnast af snjó í Hlíðarfjalli síðustu vikur og von er á drjúgri ofankomu næstu daga. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Akureyrarbæjar er stefnt á opnun í fjallinu eins fljótt og auðið er og vonandi ekki seinna en föstudaginn 13. desember. 

Forsala á vetrarkortum stendur nú yfir og hefur hún farið þokkalega af stað. Þá gengur snjóframleiðsla vel en frost þarf að vera að lágmarki um fjórar gráður til að snjóframleiðsla sé möguleg. 

Heimasíða skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.