Fara í efni
Mannlíf

Heilagfiski, spraka, lúða? Nei, heilafiske!

Á meðal torskildustu orða æsku minnar var heilagfiski.

Þannig hefst 68. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sjávarfangið það arna var kallað lúða á æskuheimili mínu, stundum spraka, að því er pabbi hafði á orði, ættaður að vestan, en amma mín í Gilsbakkavegi var á allt öðru máli, enda höll undir dönskuna, og kallaði flatfiskinn þessu konunglega nafni, heilafiske, sem henni fannst hæfa kjafti betur en lágkúruheitið lúða.

Pistill dagsins: Heilagfiski