Fara í efni
Fréttir

Harður árekstur en ekki alvarleg meiðsli

Mynd: Þorgeir Baldursson

Harður árekstur varð síðdegis í dag í Kræklingahlíð, skammt norðan Akureyrar. Ekið var aftan á bíl sem hafði hægt mjög á sér og hugðist beygja heim að einum sveitabænum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki að því talið er, en ökumenn voru þó fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Löng bílaröð myndaðist á svæðinu á meðan lögreglan var þar að störfum en búið er opna veginn.

Löng bílaröð myndaðist í Kræklingahlíðinni meðan lögreglan var að störfum vegna slyssins. Mynd: Baldur Þór

Mynd: Þorgeir Baldursson