Hækkun á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga
Verðskrá Vaðlaheiðarganga hækkar frá og með 2. janúar. Verðhækkun er mismikil eftir flokkum „en sé umferð ársins 2022 lögð til grundvallar er vegin verðskráhækkun um 8% í heild,“ segir á vef fyrirtækisins.
Þar segir að forsendur endurfjármögnunar Vaðlaheiðarganga hafi ekki gert ráð fyrir jafn mikilli verðbólgu á árinu og raunin varð. Því verði ekki komist hjá hækkun.
Ökutæki undir 3,5 tonni
Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 1.500 kr. í 1.650 kr. (10% hækkun)
Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 1.900 kr. í 2.150 kr. (13% hækkun)
10 ferðir fyrirframgreiddar á www.veggjald.is hækka úr 12.500 kr. í 13.500 kr./hver ferð kostar 1.350 kr. (8% hækkun)
50 ferðir fyrirframgreiddar á www.veggjald.is hækka úr 40.000 kr. í 42.000 kr./hver ferð kostar 840 kr. (5% hækkun)
Mánaðargjald óháð fjölda ferða hækka úr 21.000 kr. í 23.000 kr. (9,5% hækkun)
Ökutæki 3,5 – 7,5 tonn
Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 2.500 kr. í 2.600 kr. (4% hækkun)
Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 2.900 kr. í 3.100 kr.(7% hækkun)
Ökutæki 7,5 tonn og yfir
Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 5.200 kr. í 5.500 kr. (6% hækkun)
Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 5.600 kr. í 6.000 kr. (7% hækkun)
Á vef Vaðlaheiðarganga segir einnig:
- Ef ökutæki er ekki skráð né greitt í gegnum www.veggjald.is innan við 24 klst. Frá því að ekið var í gegn er rukkun send í heimabanka umráðamanns ökutækis að viðbættum innheimtukostnaði sem hækkar úr 400 kr. í 500 kr fyrir hverja ferð óháð þyngdarflokki.
- Stjórn Vaðlaheiðarganga mun taka verðskrána aftur til skoðunar í vor ef tilefni er til þess. Slíkt tilefni getur t.d. verið breytingar á verðlagsþróun og/eða breytingar á umferðarmagni og samsetningu umferðar.