Fara í efni
Íþróttir

Grátlegt tap Þórs/KA í hörkuleik við Val

Sigurmarkið! Anna Björk Kristjánsdóttir fagnar liggjandi eftir að hafa tryggt Val sigur á Þór/KA á blálokin á Þórsvellinum í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Stelpurnar okkar í Þór/KA urðu að gera sér 2:1 tap fyrir Val að góðu í hörkuleik í Bestu deildinni í knattspyrnu á heimavelli í kvöld. Grátlegt tap eftir jafnan leik tveggja góðra liða þar sem Þór/KA náði forystu en Valur skoraði tvívegis í lokin.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA yfir með frábæru marki á 60. mín. Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir og Anna Björk Kristjánsdóttir gerði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru eftir af uppbótartíma. Valsmenn fengu þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, Harpa Jóhannsdóttir varði gott skot Amöndu Jacobsen Andradóttur en Anna Björk náði frákastinu og skoraði.
 
Breiðablik og Valur eru nú efst og jöfn með 27 stig en Þór/KA í þriðja sæti með 21 stig. Öll hafa lokið 10 leikjum. 
 
 
Meira síðar