Mannlíf
Grænmeti að sunnan og smörrebröd
12.08.2024 kl. 11:30
Eitthvert árið upp úr 1970 tóku að berast torkennilegir ávextir inn í búrið hjá foreldrum mínum í Espilundi, rauðir jafnt sem grænir – og heldur vatnskenndir.
Þannig hefst 40. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Þetta voru tómatar og gúrkur.
En þetta er ekki svo gott, sagði Gunni bróðir, heldur eldri en ég og ævinlega bragðvísari eftir því sem árin okkar liðu fram á öld, og eiginlega ólystugt, bætti hann við af meðfæddri hreinskilni sinni. Sem var nú ekki öllum að skapi.
En við systkinin samsinntum dómi hans. Því hann var elstur okkar.
Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis