Mannlíf
Glatt á hjalla eins og vera ber á öskudegi
05.03.2025 kl. 16:00

Eftir heimsóknir í fyrirtæki víðs vegar um bæinn framan af morgni lá leið fjöldans á Glerártorg þegar nær dró hádegi og „kötturinn“ var sleginn úr tunnunni eins og hefð er orðin fyrir þar á bæ. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Akureyrsk börn gerðu víðreist í morgun, á öskudegi, og sungu eins víða og mögulegt var í skiptum fyrir sælgæti eða annan glaðning. Þegar nær dró hádegi lá straumurinn í verslunarmiðstöðina Glerártorg þar sem var mikill fjöldi var saman kominn, börnin hlýddu á skemmtiatriði og tóku svo vitaskuld þátt í því að slá „köttinn“ sleginn úr tunnunni með tilþrifum.
Fulltrúar Akureyri.net voru á ferð og flugi í bænum. Hér eru nokkur sýnishorn úr myndavélum þeirra. Fleiri myndir verða birtar síðar.
Mynd: Rakel Hinriksdóttir
Mynd: Þorgeir Baldursson
Mynd: Rakel Hinriksdóttir
Mynd: Skapti Hallgrímsson