Íþróttir
Glæsileg hátíð í tilefni afmælis ÍBA – MYNDIR
09.12.2024 kl. 21:00
Unnar Vilhjálmsson þjálfari hjá Ungmennafélagi Akureyrar leiðbeinir ungum stangarstökkvara í Boganum á laugardaginn. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Fjöldi fólks lagði leið sína í Bogann á laugardaginn þar sem Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) hélt glæsilega hátíð í tilefni 80 ára afmælis bandalagsins þann 20. desember. Flest aðildarfélög ÍBA kynntu starfsemi sína þannig að gestir sáu svart á hvítu hve ótrúlega fjölbreytt og öflugt íþróttastarf er í bænum. Sjón er sögu ríkari – hér má sjá fjölda mynda frá afmælishátíðinni.
Jóna Jónsdóttir er formaður Íþróttabandalags Akureyrar.