Íþróttir
Gígja 3. í undankeppni og keppir í 10 km á HM
22.02.2023 kl. 19:00
Gígja Björnsdóttir á HM í Planica í dag.
Gígja Björnsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar hóf keppni á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í dag. Hún náði þriðja besta tímanum í undankeppni 5 km göngunnar og tryggði sér þar með rétt til frekari keppni á mótinu, sem fram fer í Planica í Slóveníu. Gígja mun keppa í 10 km göngunni 28. febrúar. Þar verður önnur íslensk stúlka, Kristrún Guðnadóttir, einnig meðal keppenda.
Smellið hér til að sjá úrslitin í undankeppninni.