Getum við lækkað fasteignaskatta?
Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2023 til 2026, sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, er gert ráð fyrir óbreyttri álagningaprósentu fasteignaskatts. Verði niðurstaðan sú munu fasteignagjöld hækka mikið á næsta ári þar sem fasteignamat hefur hækkað verulega. Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar, fjallar um málið í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Miðað við óbreytta álagningarprósentu má gera ráð fyrir að tekjur Akureyrarbæjar gætu aukist um tæpar 400 milljónir króna vegna fasteignaskatts á árinu 2023 frá árinu í ár. Með öðrum orðum, heimilin taka á sig aukna og ófyrirséða byrði og fjölskyldur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum í fasteignaskatt. Skattbyrði fyrirtækjanna hér í bæ þyngist að sama skapi og fátt sem kemur á móti í rekstrarumhverfi þeirra sem auðveldar þeim að standa undir þessari auknu byrði,“ skrifar Gunnar.
Smellið hér til að lesa grein Gunnars.