Fara í efni
Mannlíf

Gervigreind spennandi og lærdómsrík í kennslu

„Reynsla mín af notkun gervigreindar í kennslu hefur verið bæði spennandi og lærdómsrík. Hún hefur gert mér kleift að bæta skipulag, spara tíma og finna nýjar leiðir til að gera kennsluna fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir nemendur. Gervigreind er þó ekki töfralausn – hún getur ekki komið í staðinn fyrir mannlega snertingu, innsæi eða þá dýpt sem felst í samskiptum við börn og foreldra.“

Þetta segir Ástrós Guðmundsdóttir grunnskólakennari í nýjum pistli um gervigreind sem Akureyri.net birtir í dag. Eiginmaður hennar, Magnús Smári Smárason, hefur skrifað um gervigreind fyrir Akureyri.net síðustu misseri og fékk Ástrósu til að skrifa um reynslu hennar af þessu spennandi fyrirbæri.

„Ég hef nálgast tæknina með opnum huga en jafnframt gagnrýnni hugsun. Með því að vera meðvituð um styrkleika hennar og takmarkanir get ég notað hana sem öflugt verkfæri til að styðja mig í starfinu, án þess að láta hana taka yfir,“ segir Ástrós.

„Ég tel að gervigreind muni halda áfram að þróast og breyta kennarastarfi til hins betra, ef hún er nýtt á skynsamlegan hátt. Fyrir þá kennara sem íhuga að nýta sér þessa tækni, hvet ég þá til að prófa sig áfram, læra af reynslunni og nýta hana sem aðstoðarmann sem bætir og eflir það sem við gerum best: að styðja og mennta næstu kynslóð.“

Smellið hér til að lesa pistil Ástrósar