Fara í efni
Mannlíf

Geðræn endurhæfing skiptir miklu máli

„Þær einingar sem veita geðræna endurhæfingu eru stöðugt að berjast gegn skilnings- og stuðningleysi stjórnvalda,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í nýjum pistli sem birtist á Akureyri.net í dag. 

Ólafur Þór hefur skrifað fjölda pistla síðustu misseri og sá sem birtist í dag er sá þriðji í pistlaröð um geðheilbrigðisþjónustuna. Að þessu sinni fjallar Ólafur um geðræna endurhæfingu.

Hann nefnir dæmi um ungan fótboltamann sem skaddast á hné, um karlmann á miðjum aldri sem fær hjartaáfall eða Parkinson sjúkdóm og konu sem hefur gengið í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð. Allt þarf þetta fólk á endurhæfingu að halda, segir Ólafur, og það „á einnig við um meðferð geðsjúkdóma. Þar skiptir góð geðræn endurhæfing oft mjög miklu máli.“

Pistill Ólafs: Vanrækt og gleymt horn geðheilbrigðisþjónustunnar