Mannlíf
Gamla myndin: veistu hver þetta er?
15.11.2024 kl. 06:00
Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 210. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar myndirnar.
Hefurðu hugmynd um hver þessi stúlka er, hvar myndin er tekin og jafnvel hvenær? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um staðinn eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
Hér sést umhverfið betur en eins og myndin er skorin að ofan:
- Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Eftir nokkrar rangar ágiskanir áttuðu margir sig á því var hún er tekin.
- Gísli Sigurgeirsson, fyrrverandi fréttamaður á Akureyri, skrifaði til dæmis: Já, þetta er í Æsustaðaskriðunum, skammt utan við mynni Svartárdals syðst í Langadal. Þarna hlykkjaðist vegurinn með skriðunum og gat verið erfiður í snjó og varasamur í hálku. Þarna er Ford fremstur, gæti verið A 174, sem karl faðir minn ók. Myndin er frá fimmta áratug síðustu aldar sýnist mér. Vegurinn var síðar færður niður á bakkana, þar sem hægt var að hafa hann beinan og oftast greiðfæran.
Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR