Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 217. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar borist um langflestar þeirra.

Veistu hvar þessi mynd er tekin? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

    • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er húsið Svalbarð á Grenivík, Ægissíða 22. Vilhjálmur Grímsson og Elín Þorsteinsdóttir frá Finnastöðum byggðu húsið 1928 og bjuggu þar til dauðadags. Björn Ingólfsson segir í bókinni Bein úr sjó - Um fisk og fólk í Grýtubakkahreppi (Hólar, 2002): „Sonur þeirra, Ísak Vilhjálmsson og Alma Oddgeirsdóttir frá Hlöðum festu þar bú 1932. Ísak lést 1986 og bjó Alma þar ein eftir það. Þegar hún flutti að Grenilundi 1999 keyptu húsið Jón Helgi Pétursson frá Laufási og Íris Þorsteinsdóttir, dótturdóttir Ísaks og Ölmu. Þau ætluðu að gera húsið upp en í ljós kom að það var of illa farið og var það því rifið og endurbyggt í sömu mynd sumarið 2000.“