Fyrsta skrefið er stafrænt fótspor
„Fyrsta skref barnanna okkar er stafrænt fótspor,“ segir Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, í afar áhugaverðri grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.
Í greininni fjallar hann um myndbirtingar á netinu, netnotkun barna og þær gríðarlegu upplýsingar sem verða til um fólk þegar það notar netið – upplýsingar sem seldar eru ýmiskonar fyrirtækjum.
„Nú þarf ekki lengur að kíkja í heimsókn til að sjá vandræðalegar barnamyndir því nógu fljótlegt og einfalt er að fletta þeim í staðinn upp á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Hefðum við verið sátt við það á viðkvæmum mótunarárum ef myndaalbúm heimilisins væru til sýnis fyrir hvern þann sem hefði áhuga á að skoða þau? Ég held ekki.“
Skúli upplýsir jafnframt:
- Um 17% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eru ósátt við mynddeilingar foreldra sinna af þeim eða þykir þær vandræðalegar
- Rétt tæplega 40% sögðu foreldra sína hafa spurt um leyfi áður en myndinni af þeim var deilt.
Smellið hér til að lesa grein Skúla.