Fara í efni
Fréttir

Fyllist stolti og þakklæti fyrir heilbrigðiskerfið

Er heilbrigðiskerfið okkar eins slæmt og virðist birtast almenningi í fjölmiðlum?

Þannig spyr Þorgerður Halldórsdóttir, ellilífeyrisþegi á Akureyri, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag og svarar afdráttarlaust: Nei!

Þorgerður fékk nýlega þær erfiðu fréttir að hún væri alvarlega veik – með ólæknandi sjúkdóm.

„Að mörgu er að huga við úrskurð sem þennan, rússibani af ýmsum tilfinningum gera vart við sig og sumpart hræðsla og ótti. Þrátt fyrir þetta ömurlega verkefni sem nú er hafið, þá finnst mér mikilvægt að segja frá minni reynslu af heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga,“ skrifar hún meðal annars.

„Auðmýkt, fagmennska, þakklæti, jákvæðni, englar í manns mynd eru orð sem renna í gegnum huga minn eftir síðustu vikur. Frá heimsókn minni á bráðamóttöku, innlögn á lyflækningadeild, sýnatöku á lungnadeild Landspítalans, almenna göngudeild SAk og lyfjameðferð minni, þá er ég óendanlega þakklát fyrir allt það fagfólk sem við erum svo heppin að hafa. “

Smellið hér til að lesa grein Þorgerðar