Fara í efni
Mannlíf

Fróðleikur um trjárækt á Norðurlandi á 19. öld

Elsta trjámynd frá Akureyri. Reyniviður við hús inni í Fjöru. Fjölskylda með hund og þvottur. Myndina gerði Auguste Mayer, málari í leiðangri Frakkans Paul Gaimard 1836.

Lítum í anda til Eyjafjarðar um aldamótin 1800. Þá sást varla hrísla við nokkurn sveitabæ, en líklega ein og ein er við örfá hús danskra kaupmanna á Akureyri. Nú er Akureyri mikill garðabær. „Laufhvelfingar lokast þar langt yfir höfði víðast hvar“. Íslensk tré verða sjaldan meir en 8-12 m á hæð og 60-100 ára gömul.

Þannig hefst pistill dagsins í röðinni Tré vikunnar. Nýr pistill birtist alla miðvikudaga á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga og Akureyri.net birtir stuttan bút úr hverjum þeirra til þess að vekja athygli á skrifunum og vef félagsins.

Að þessu sinni er endurbirt grein grasafræðingsins Ingólfs Davíðssonar úr Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1985 um trjárækt á Norðurlandi á 19. öld.
 

Pistill dagsins: Trjárækt nyrðra á 19. öld

Smellið hér til að sjá alla 94 pistla í röðinni Tré vikunnar sem birst hafa á Akureyri.net