Fara í efni
Mannlíf

Frábærar aðstæður og mjög fjölmennt

Mynd: Þorgeir Baldursson

Vel hefur viðrað til útivistar um helgina á Akureyri og nágrenni. Skemmst er að minnast þess að leiðindaveður var um síðustu helgi sem m.a. varð til þess að allar lyftur voru lokaðar í Hlíðarfjalli og enginn renndi sér þá niður hinar vinsælu brekkur svæðisins.

Stór hópur Færeyinga var á Akureyri um síðustu helgi; kom í beinu flugi að heiman, ekki síst til þess að fara á skíði en varð að finna sér annað til dundurs. Annar hópur Færeyinga sækir Akureyri heim þessa helgi og skíðafólkið í þeim hópi er heppnara. Veðrið í gær var nánast eins og best verður á kosið og mjög gott færi í fjallinu, og aðstæður eru einnig mjög góðar í dag.

Þorgeir Baldursson og Hilmar Friðjónsson „renndu sér“ lipurlega á myndavélunum í Hlíðarfjalli í gær.

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Þorgeir Baldursson

Mynd: Þorgeir Baldursson


Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Þorgeir Baldursson 


Mynd: Hilmar Friðjónsson


Mynd: Þorgeir Baldursson


Mynd: Hilmar Friðjónsson