Fara í efni
Fréttir

„Fórum af heilum hug í viðræðurnar“

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar, á kjörstað á laugardaginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

„Ég ætla ekki að munnhöggvast við L-listann í fjölmiðlum,“ sagði Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Akureyrar, þegar Akureyri.net ræddi við hana í morgun um þá ákvörðun Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í gær að slíta viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-lista, sagðist í gær velta því fyrir sér hvort viðmælendurnir hafi nokkuð verið heiðarlegir frá upphafi.

„Við fórum af heilum hug í viðræðurnar og vonuðum að þetta myndi ganga en það fór eins og það fór. Við ættum öll að geta lært af þessu,“ segir Sunna Hlín.

Halla sagði ennfremur að flokkarnir tveir hefðu svikið heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka á meðan viðræður við L-lista stæðu yfir.

„Ég ætla ekki að svara því sérstaklega en forsendur breyttust fyrir áframhaldandi viðræðum. Það var okkar tilfinning í Framsókn að það væri ekki besta staðan að ræða áfram við L-listann,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir. 

Heimir Örn ÁrnasonÁgreiningur og of miklar kröfur

Halla Björk ReynisdóttirSegir flokkana hafa svikið samkomulag