Fara í efni
Fréttir

Forsala vetrarkorta í Hlíðarfjall hafin

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Forsala vetrarkorta á skíðasvæðið í Hlíðarfjall er hafin og stendur þar til svæðið verður opnað. Stefnt er að opnun 16. desember og fyrr ef aðstæður leyfa. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Smellt er á gula takkann efst á síðunni Kaupa miða í fjallið. Þett kemur fram á vef skíðasvæðisins.

Bent er á að í vetur býðst Akureyringum að kaupa Lýðheilsukort sem er nýjung. Barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu býðst sérstakt kort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að sundlaugum bæjarins, skautahöllinni og Hlíðarfjalli í eitt ár.  Aðrir geta keypt kort í Hlíðarfjall á hefðbundinn hátt.

Forsöluverð á vef Hlíðarfjalls:

  • Fullorðnir kr. 46.200 í stað 59.400
  • Börn kr. 8.300 í stað 9.800
  • Skíðagöngukort kr. 11.880 í stað 15.400
  • Skíðagöngukort börn kr. 2.000 í stað 2.500

Verð á Lýðheilsukortinu sem nefnt var að ofan er sem hér segir:

  • Kort fyrir tvo foreldra og barn/börn þeirra yngri en 18 ára:
  • 7.900 kr. á mánuði – 94.800 kr. á ári
  • Kort fyrir eitt foreldri og barn/börn þess yngri en 18 ára:
  • 4.900 kr. á mánuði – 58.800 kr. á ári
  • Kort fyrir eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja:
  • 2.000 kr. á mánuði – 24.000 kr. á ári

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net um lýðheilsukortið

  • Rétt er að nefna að Landsamband eldri borgara býður þeim meðlimum LEB sem eru 67 ára og eldri árskort í Hlíðarfjall á kostakjörum. Það er töluvert ódýrara en Lýðheilsukortið en gildir vel að merkja bara á skíðasvæðið.

Vefur LEB