Fara í efni
Mannlíf

Fornrauðviður – óx hér fyrir 15 milljónum ára

Elstu setlög Íslands geyma menjar um gróðurfar sem var allt öðruvísi en sá gróður sem nú vex á Íslandi. Ein af þeim tegundum sem var hér þá var af ættkvísl sem kallast Metasequoia Hu & W.C.Cheng á latínu en gengur undir nafninu fornrauðviðir á íslensku. Sú ættkvísl á sér merka sögu þótt af henni vaxi nú aðeins ein tegund í heiminum. Sú tegund vex austur í Kína. Áður uxu skyldar tegundir víða um nyrstu hluta heimsins.

Í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar fjallar Sigurður Arnarson frá þessari tegund í Kína og útdauðu tegundinni sem óx á Íslandi fyrir um 15 milljónum ára.

Smellið hér til að lesa meira