Fara í efni
Mannlíf

Fjörleikahúsið stóð undir nafni – MYNDIR

Jón Gnarr og fjöllistamaðurinn Eiríkur Fjalar, einn fylgiska Þórhalls Sigurðssonar - Ladda. Myndir: Sindri Swan

Hvanndalsbræður slógu upp gleðiveislu – Fjörleikahúsi – á laugardagskvöldið í Hamraborg, stóra salnum í Hofi. Þetta er annað árið í röð sem hljómsveitin stendur fyrir slíkri uppákomu, og engar ýkjur eru að vel hafi tekist til. Bekkurinn var þétt setinn, mikið sungið með tónlistinni sem flutt var og mikið hlegið enda gestir grallaranna í hljómsveitinni tveir af helstu grínistum landsins, Jón Gnarr og Þórhallur Sigurðsson - Laddi.

Eins og ótrúlegt og það kann að hljóma var þetta í fyrsta skipti sem Laddi og Jón Gnarr skemmta saman og raunar í fyrsta skipti sem þeir hittast, eins og Akureyri.net greindi frá nýverið. 

Hljómsveitina skipa Valmar Väljaots, Valur Freyr Halldórsson, Arnar Tryggvason, Pétur Steinar Hallgrímsson og Sumarliði Helgason og gestirnir voru formlega tveir, Jón Gnarr og Laddi. Sá síðarnefndi var hins vegar ekki einn á ferð frekar en fyrri daginn því kunnir fylgifiskar skutu upp kollinum; Skúli rafvirki var í miklu stuði, Þórður húsvörður leit við, Magnús bóndi var á svæðinu og vitaskuld hinni eini, sanni Eiríkur Fjalar.