Fara í efni
Mannlíf

Fjölmennt og fjörugt í fjallinu á páskum

Mikið annríki, mikið fjör og margmenni er jafnan í Hlíðarfjalli á páskum og voru páskarnir sem nú eru að renna sitt skeið á enda engin undantekning. Á laugardaginn voru til dæmis hátt í 2.500 manns í fjallinu að því er fróðir menn telja. Að skemmta sér á skíðum var ekki eina afþreyingin því eins og sjá má náði Aron Can að draga athygli fjölmargra frá brekkunum um stund.

Þorgeir Baldursson ljósmyndari brá sér í fjallið á laugardaginn með myndavélina með í för og tók myndirnar sem hér fylgja.