Fara í efni
Mannlíf

Fjölmennt á „Hátíð hafsins“ – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mörg hundruð manns lögðu leið sína í Sandgerðisbótina í morgun þar sem trillukarlar og aðrir verbúðareigendur opnuðu fyrir gestum og gangandi í tilefni sjómannadagsins sem er á morgun. Skipuleggjendur telja að 700 til 800 manns hafi litið við, notið veitinga sem boðið var upp á, skoðað báta og spjallað við mann og annnan.

Samkomuna kölluðu þeir „Hátíð hafsins“ og þar var sannarlega glatt á hjalla. Hér má sjá dagskrána það sem eftir er helgarinnar:

Laugardagur 3. júní

Fiskihöfn austan við Hagkaup
14.00 - 16.00

  • Opið í Húna II í tilefni 60 ára afmælis bátsins
  • Léttar veitingar

Sunnudagur 4. júní – Sjómannadagurinn

Akureyri

  • 08.00 Bæjarbúar draga fána að húni
  • 11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða og horfna sjómenn Súpa í safnaðarheimilinu í boði sjómanna eftir athöfn
  • 11.00 - 14.00 Aðstaða siglingaklúbbsins Nökkva við Höepfner opin til sýnis
  • 13.15 Húni II siglir frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup) í hópsiglingu smábáta, selgskúta og sjóbretta
  • Allir bátaeigendur velkomnir að taka þátt í siglingunni
  • 14.30 Sigling með Húna II í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar - Allir velkomnir
  • 15.30 Sigling með Húna II í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar - Allir velkomnir (aukasigling ef þarf)

Grímsey

  • Fjölskyldudagskrá um morguninn við höfnina
  • 14.00 Sjómannadagskaffisala í félagsheimilinu Múla