Fara í efni
Fréttir

Fjöldi skíðamanna mættur á fyrsta degi

Myndir: Þorgeir Baldursson

Margir biðu augljóslega spenntir eftir því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli yrði loks opnað almenningi í fyrsta skipti í vetur því fjöldi fólks var mættur á svæðið þegar lyfturnar voru ræstar klukkan 10 í morgun.

Mjög gott veður er til skíðaiðkunar, um það bil 10 stiga frost og logn og ágætur snjór þótt ekki sé hann mikill. Ekki er opið í Strýtu í dag heldur aðeins neðri hluti svæðisins; lyftan Fjarkinn er í gangi og því hægt að renna sér í Hólabraut og Hjallabraut auk þess sem töfrateppið er í gangi.

Þorgeir Baldursson var mættur í fjallið í morgun með myndavélina.