Menning
Fjölbreyttir tónleikar og barnamenning
07.04.2025 kl. 11:30

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Barnamenningarhátíð er í gangi og margir viðburðir tengjast hátíðinni. HÉR er hægt að skoða viðburðardagatal Barnamenningarhátíðar, og hér má lesa umfjöllun Akureyri.net um hátíðina.
Yfirstandandi listasýningar:
- + Listasafnið - Verk nemenda í Naustaskóla og Síðuskóla sem hafa heimsótt safnið og unnið verkefni í tengslum við heimsóknirnar. Sýningin er opin í safnfræðslurýminu. Sýningin stendur til 13. apríl.
- Ísland með okkar augum - Listaverk eftir nemendur í Naustaskóla. Hof. Sýningin stendur út aprílmánuð.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Sköpun bernskunnar 2025 – Samsýning myndhöggvarans Sólveigar Baldursdóttur og barna í skólum bæjarins. Stendur til 21. apríl.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 25. maí.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
Flest ættu að geta fundið tónleika við sitt hæfi í vikunni. Strengjakvartettinn Spúttnik, Karlakórinn Hreimur, Bríet, VÖK og VÆB bræður troða upp víða um fjörðinn.
Tónleikar
- VÆB - Sumartónar Barnamenningarhátíðar. Hamraborg, Hofi. Þriðjudaginn 8. apríl kl 18.00.
- Mannfólkið breytist í slím, Warm-up nr. 1 – Anime Defilement. Deiglan, föstudaginn 11. apríl kl. 20.00.
- VÖK – Græna hattinum, föstudaginn 11. apríl kl 21.00.
- Bríet – Græna hattinum, laugardaginn 12. apríl kl 21.00.
- Hvítar súlur keisarans; strengjakvartettinn Spúttnik. – Hamrar, Hofi. Sunnudaginn 13. apríl kl. 16.00.
- Flautur á flakki, nemendur í Flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Akureyrarkirkja, miðvikudaginn 9. apríl kl 18.
- Karlakórinn Hreimur, 50 ára afmælistónleikar – Laugarborg. Föstudaginn 11. apríl kl. 20.
Leiksýningar
- Ævintýrið um Dimmalinn. Brúðuleikhús á Minjasafninu. (Barnamenningarhátíð). Sunnudaginn 13. apríl kl 14.
- Land míns föður, Freyvangi - föstudaginn 11. apríl kl. 20.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Föstudaginn 11. apríl kl. 20.00.
Aðrir viðburðir
- Konunglegt prinsessupartí á Amtinu – Amtsbókasafnið (Barnamenningarhátíð), fimmtudaginn 10. apríl kl. 16.30.
- Ljóðasmiðja í Davíðshúsi með Sesselíu Ólafs. Smiðjan er fyrir 12-14 ára. (Barnamenningarhátíð). Fimmtudaginn 10. apríl. 15-17. Ókeypis aðgangur, fyrstir koma, fyrstir fá.
- Hafmeyjan og drekinn – Listasmiðja í Deiglunni (Barnamenningarhátíð). Laugardaginn 12. apríl kl 10.30.
- Collaborative Quilt – Deiglan. Saumum saman sögur. Þriðjudaginn 8. apríl kl 17-19.
- Pípur, hús og nótur - setjum saman orgel. Minjasafnið á Akureyri (Barnamenningarhátíð). Laugardagurinn 12. apríl kl 12.00.
- Ævintýraglugginn - Köttur út í mýri - GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi á Barnamenningarhátíð. Uppi allan apríl.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.