Fara í efni
Menning

Fjölbreytt efnisskrá á sumarfagnaði Hymnodiu

Hymnodia fagnar sumri með gullfallegri tónlist í Akureyrarkirkju í kvöld. Kórinn minnist góðs vinar, Jóns Þorsteinssonar, sem jarðsunginn verður í dag.

Á efnisskránni er barokktónlist eftir tékkneska tónskáldið František Tůma, tónlist frá miðri síðustu öld eftir Svíann Lars-Erik Larsson og ný tónlist eftir Sigurð Sævarsson. Meðal annars verða flutt verk sem hann samdi fyrir Hymnodiu. Þá mun kórinn einnig flytja þekkt íslensk sumarlög og minnast góðs vinar kórsins, Jóns Þorsteinssonar, sem jarðsunginn verður í dag. 

Með kórnum leika Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á selló og Eyþór Ingi Jónsson, sem jafnframt stjórnar kórnum, á orgel.

Efnisskráin

Sigurður Sævarsson (1963)
Tears of stone (2020)

František Tůma (1704-1774)
Stabat mater (ca 1750)
I: Stabat mater
II: O quam tristis
III: Quis est homo
IV: Pro peccatis suae gentis - Vidit suum
V: Eia Mater
VI: Sancta Mater
VII: Fac me tecum
VIII: Virgo virginum præclara
IX: Christe, cum sit hinc exire,
X: Quando corpus morietur

Lars-Erik Larsson (1908-1986)
Agnus Dei (1955)

Sigurður Sævarsson
O sacrum convivium (2018 - fyrir Hymnodiu)

Sigurður Sævarsson - Hallgrímur Pétursson (1614-1674)
Hvíli ég nú síðast huga minn (2007)

Þorvaldur Blöndal (1906-1932) - Davíð Stefánsson (1895-1964)
Nú sefur jörðin (útg. 1938)

Albert Lister Peace (1844-1912) - Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950)
Ó, ást, sem faðmar allt - flutt í minningu Jóns Þorsteinssonar (1951-2024)

Ingi T. Lárusson (1892-1946) - Páll Ólafsson (1827-1905)
Sumarkveðja (1899)