Fara í efni
Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá fram að jólum á Minjasafninu

Sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá Minjasafnsins og Nonnahúss í aðdraganna jólanna.
 
Í dag er mikið um að vera í báðum húsum og dagskráin heldur áfram næstu helgar.
 
Sýningin Jólin koma ... verður verður opnuð í Minjasafninu og í Nonnahúsi kl. 13.00 í dag og standa til 14. janúar.
 
Í safninu sjálfur svífur jólastemningin yfir borðum; bókstaflega, segir í tilkynningu frá safninu:
 
  • Á veggjum má sjá litmyndir frá nokkrum heimilum í jólastofunni. 
  • Annar hluti sýningarinnar snýr að skólajólum. Á litlu-jólum mættu krakkar í sínum fínustu fötum, fóru milli stofa til að skoða fagurlega skreyttar töflurnar, tóku á móti jólakortum og gæddu sér á heimabökuðum smákökum við skólaborðið sem var prýtt með kerti og glæstum föndurverkefnum.
  • Þegar jólunum lýkur fara skringilegar verur á kreik, kveikt er í brennu og stignir dansar. Íþróttafélagið Þór hefur haldið utan um þessar verur og bálköst um langahríð eins og sjá má í myndasýningunni.
  • Þá er Litla-verzlunin búin að taka upp jólavörurnar – þar gera allir kjarakaup í búðarleik.
  • Á neðri hæð safnsins er Jólasveinafjallið sem hægt er að gægjast inn í. Þá er þar að finna nokkra af óþekktu jólasveinunum. Vissir þú að jólasveinarnir voru ekki 13 heldur næstum 100!
Þá hefur Nonnahús hefur verið fært í jólabúning með jólaskrauti fyrri tíðar.
 
  • Þar er hægt að næra nostalgíuna og eflaust finna jólaskrautið sem var til heima. Hægt er að bregða sér í hlutverk kjötkróks eða bjúgnakrækis eða rannsaka ýmsa muni sem tengjast jólasveinum.
  • Sögurnar úr jólamánuðinum úr dagbókum Sveins Þórarinssonar, föður Nonna, spretta fram af veggjunum. Hvernig var jólaundirbúningnum háttað þegar foreldrar Nonna og systkin bjuggu í húsinu?
Ókeypis er á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember! Í tilkynningu er einnig bent á að tilboðsverð sé á ársmiða Minjasafnsins og tengdra safna, 2.000 krónur.
 
Einnig er tilboð á Ársmiða Minjasafnsins og tengdra safna

_ _ _

Gömlu íslensku jólafólin!

Í dag kl. 14 hefst í Minjasafninu viðburður verður kallast Gömlu íslensku jólafólin - fróðleikur og sögur fyrir fullorðna. Í tilkynningu segir:
 
  • Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu.
  • Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.
  • Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum heimsækja Minjasafnið á Akureyri og rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin.
  • Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum, en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!

_ _ _

Langar þig að gera jólaskraut eða persónulega jólagjöf?

Á morgun, sunnudag, verður 3. desember, verður Jólaföndursmiðja Jonnu og Bildu í Minjasafninu kl. 13.00 til 15.00.
 
  • Líttu við í jólasmiðju með listakonunum Brynhildi og Jónborgu á Minjasafninu á Akureyri og láttu sköpunargleðina flæða. Upplögð samverustund fyrir fjölskylduna. Piparkökur og jólatónlist, segir í tilkynningu. Allt er þátttakendum að kostnaðarlausu.