Fara í efni
Íþróttir

Fetar Kári í fótspor Einars föðurafa síns?

Akureyringar urðu bikarmeistarar í knattspyrnu árið 1969, fyrir 55 árum, eins og Akureyri.net hefur rifjað upp. Í hópnum sem atti kappi við Akurnesinga í tveimur úrslitaleikjum á Melavellinum voru 13 leikmenn og einn þjálfari – og í dag gæti loks afkomandi eins þeirra endurtekið leikinn, ef KA leggur Víking að velli.

Einar heitinn Helgason, sem lengi stóð í marki ÍBA, var þjálfari liðsins sumarið 1969, og bakvörðurinn Kári Gautason gæti fetað í fótspor Einars föðurafa síns í dag og nælt sér í gullverðlaun í bikarkeppninni. Kári hefur komið við sögu í öllum fjórum bikarleikjum KA til þessa í sumar, þar af hefur hann verið i byrjunarliðinu í þrígang. Ekki er vitað hvort Kári verður í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum en sigri KA og hampi bikarnum heldur Kári norður með gullpening í farteskinu eins og afi hans 55 árum áður.

Myndin af Einari er tekinn eftir bikarsigurinn 1969. Á hinni eru tveir afastrákar hans; handboltamaðurinn Dagur Gautason, leikmaður ØIF Arendal í Noregi, tekur Gauta bróður sinn á háhest eftir að KA sigraði Val í undanúrslitum bikarkeppninniar i byrjun júlí og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum annað árið í röð.