Fara í efni
Mannlíf

Ferskvatn – mikilvæg og dýrmæt jarðvegsauðlind

Sigurður Arnarson fjallar um ferskvatn, þann dýrmæta og mikilvæga vökva, í pistli dagsins í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Hann er öllu vistkerfinu ákaflega mikilvægur og þá ekki bara vegna þess að án vatns væri ekki hægt að hella upp á kaffi ... “ skrifar Sigurður.

„Þvert á það sem margur virðist halda er ferskvatn takmörkuð auðlind. Stærsti hluti vatns í heiminum er saltvatn í höfum jarðar. Lætur nærri að 97% vatns sé saltur sjór.“

Hreint vatn er ekki nema lítill hluti af þessum þremur prósentum sem eftir eru. „Það eru fáar þjóðir sem hafa jafn mikið af því og við Íslendingar. Sumt af því er meira að segja frosið í miklum vatnstönkum sem við köllum jökla. Ferskvatnsbirgðir heimsins eru reyndar að mestu geymdar í jöklum en því miður minnkar sú auðlind hratt á okkar tímum. Vatn í ám og vötnum er innan við 1% af vatni heimsins og aðeins hluti af því er hreint og ómengað.“

Meira hér: Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni