Fara í efni
Fréttir

Félag Hákonar fær 2 milljarða í lyfjaþróun

Hákon Hákonarson stofnandi Arctic Therapeutics og for­stjóri erfðarann­sóknamiðstöðvar barna­há­skóla­sjúkra­húss­ins í Fíla­delfíu.

Erfða- og líf­tæknifyr­ir­tækið Arctic Therapeutics (AT) á Akureyri hef­ur tryggt sér 12,5 millj­óna evra fjár­mögn­un, sem svar­ar til 1,9 millj­arða króna, frá ný­sköp­un­ar­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fjár­mun­irn­ir verða notaðir til þess að hefja næsta þró­un­ar­fasa á nýju lyfi fyr­ir­tæk­is­ins við ætt­gengri ís­lenskri heila­blæðingu, að því er segir í Morgunblaðinu. Rann­sókn­ir AT sýna einnig fram á virkni lyfs­ins gegn heila­bil­un af öðrum or­sök­um, þar á meðal alzheimer-sjúk­dómn­um.

Fjár­mögn­un­in er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar sem ís­lenskt fyr­ir­tæki hef­ur fengið vil­yrði fyr­ir hjá um­rædd­um sjóði, The Europe­an Innovati­on Council (EIC), að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

     _ _ _ _

  • Akureyringurinn Hákon Hákonarson, læknir í Bandaríkjunum, stofnaði Arctic Therapeutics fyrir nokkrum árum. Félagið er með starfsaðstöðu á Borgum, rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri. Akureyri.net fjallaði fyrst um Hákon og fyrirtækið í apríl árið 2021 og þá sagði hann markmiðið að starfsmenn við lyfjaþróun yrðu orðnir 100 eftir tvö til þrjú ár. Smellið hér til að sjá þá umfjöllun.
     _ _ _ _

„Þetta er fyrst og fremst viður­kenn­ing á því að þetta verk­efni er byggt á traust­um vís­ind­um, og rann­sókn­aráætl­un sem við höf­um gert um klín­íska þróun á nýju lyfi við ís­lensku arf­gengu heila­blæðing­unni og tengd­um sjúk­dóm­um er vís­inda­lega mjög sterk,“ seg­ir Há­kon við Morgunblaðið í dag. Hákon er for­stjóri erfðarann­sóknamiðstöðvar barna­há­skóla­sjúkra­húss­ins í Fíla­delfíu. Hann bæt­ir því við að vænt­ing­ar um að lyfið virki gegn alzheimer-sjúk­dómn­um eigi þátt í já­kvæðri af­greiðslu.

Fram kemur í Morgunblaðinu að áætlað sé að hefja klín­íska rann­sókn á lyf­inu við ís­lensku arf­gengu heil­blæðing­unni um mitt næsta ár og setja það á markað eft­ir tvö til þrjú ár. Þá taki við rann­sókn­ir á tengd­um sjúk­dóm­um í Evr­ópu. Ef þær gangi vel aukist marg­falt lík­urn­ar á að lyfið virki gegn alzheimer.

Mörg þúsund fyr­ir­tæki sótt­ust eft­ir stuðningi

Ívar Há­kon­ar­son, fram­kvæmda­stjóri AT, seg­ir í Morgunblaðinu að ákveðið hafi verið í byrj­un árs­ins að sækja um stuðning evr­ópska sjóðsins. Um­sókn­ar­ferlið sé í þrem­ur þrep­um og mörg þúsund fyr­ir­tæki hafi sóst eft­ir stuðningi. Tæp­lega 1100 fyr­ir­tæki hafi kom­ist í gegn­um fyrsta fas­ann og fengið að skila full­unn­inni um­sókn í haust. Í fram­hald­inu hafi for­svars­mönn­um tæp­lega fjórðungs þeirra verið boðið í viðtal sem er þriðji og síðasti fasinn. Sjóðsstjórn­in hafi síðan ákveðið að styrkja 78 verk­efni og AT verið eitt af þeim fyr­ir­tækj­um sem fékk mesta stuðning­inn, há­marks­styrk og hluta­fjár­fram­lag sem sé með því hæsta sem sjóður­inn hafi gefið vil­yrði fyr­ir.

  • Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.