Fara í efni
Menning

Eyrún syngur í Luzern: „Stórkostleg upplifun“

Eyrún Unnarsdóttir hyllt í lok frumsýningarinnar í Luzern. Mynd: Haraldur Hauksson

Akureyrska sópransöngkonan Eyrún Unnarsdóttir hlaut afar góða dóma eftir frumsýningu óperunnar La Boheme í Luzern í síðasta mánuði. „Stórkostleg upplifun“ skrifar Haraldur Hauksson, læknir og söngvari, í grein sem Akureyri.net birtir í dag en Haraldur og eiginkona hans, Sigrún Kristjánsdóttir, voru viðstödd frumsýninguna.

Eyrún, dóttir Hólmfríðar Kristjánsdóttur og Unnars Þórs Lárussonar heitins, er fastráðin við óperuna í Luzern um þessar mundir. Hún stundaði á yngri árum söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri og söng um tíma í kammerkórnum Hymnodiu. Þess má geta að Unnar Þór og Haraldur Hauksson sungu á sínum tíma saman í Kór Akureyrarkirkju.

Smellið hér til að lesa grein Haraldar Haukssonar