Fara í efni
Mannlíf

Eplabóndi í Kristnesi í aldarfjórðung

Nú eru liðin 25 ár frá því að fyrst voru sett niður eplatré í Kristnesi. Helgi Þórsson „eplabóndi“ fjallar um það í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. 

Helgir spyr hvernig eplaræktin gangi og fyrsti hluti svarsins er svona:

Við skulum segja að 25 ár séu nægilegur tími til að gefa einhverja hugmynd um það hvaða möguleikar séu fyrir hendi í eplarækt. Einhverja hugmynd höfum við um fjölmarga þætti ræktunarinnar. Þetta er alls ekki vísindaleg tilraun og efalaust dregur undirritaður einhverjar rangar ályktanir. En skítt með það. Þær munu þá vafalaust verða leiðréttar af þeim eplapælurum sem sem vita gerr.

Meira hér