Fara í efni
Mannlíf

Engin ein aðgerð fært kerfið nær einkavæðingu

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir ýmislegt hafa orðið til þess að auðvelda það að kostnaðargreina heilbrigðisþjónustu sem veitt er hérlendis en fullyrða megi að misskilningur á viðskiptamódelum, „vankunnátta á eðli heilbrigðisþjónustu og óraunhæf stefnumörkun vegna öfgakenndra stjórnmálaskoðana“ hafi truflað þau ferli. 
 
Þetta kemur fram í öðrum pistli Ólafs Þórs um heilbrigðisþjónstuna sem Akureyri.net birtir í í aðdraganda alþingiskosninga.
 

Ólafur tekur fram að hann sé mótfallinn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en styðji stefnu Læknafélags Íslands um blönduð rekstrarform. Hann segir dæmi um það sem nefnt var í upphafi „þegar markvisst var unnið gegn því að semja við sjálfstætt starfandi lækna í nánast heilt kjörtímabil vegna hugmyndafræði Vinstri grænna sem töldu sig vera að vinna gegn ójöfnuði. Engin ein aðgerð hefur fært íslenska heilbrigðiskerfið meira í áttina að einkavæðingu en einmitt þessi ... “

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs