Fara í efni
Fréttir

Engar veðurviðvaranir frá hádegi laugardags

Staðan kl. 6 í fyrramálið samkvæmt veðurspá og veðurviðvörun Veðurstofunnar í kvöld. Spáin hefur breyst talsvert frá því í dag og veðurviðvaranir fyrir allt landið falla úr gildi rétt fyrir hádegið.

Veðurhorfur fyrir helgina hafa skánað mjög frá fyrri frétt hér á akureyri.net í dag og veðurviðvaranir sem náðu upphaflega fram á sunnudagskvöld gilda ekki lengur. Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra fram undir hádegið á laugardag, en appelsínugul fyrir nokkur önnur svæði.

Spá Veðurstofunnar sem gefin var út á sjöunda tímanum föstudagskvöld er svohljóðandi:

Suðaustan 18-25 metrar á sekúndu með rigningu, hvassast norðvestantil, úrhellisrigning suðaustantil. Úrkomulítið norðaustanlands. Hiti víða 4 til 10 stig síðar í kvöld.

Sunnanátt seint í nótt, 18-23 m/sek. suðvestanlands en 23-28 m/sek. norðvestantil. Sunnan og suðvestan 13-20 m/sek. um hádegi á morgun og dregur úr úrkomu. Suðvestan 15-23 m/sek. vestantil seint annað kvöld og rigning eða slydda. Hiti 0 til 4 stig annað kvöld.


Engar veðurviðvaranir frá og með hádegi á morgun.