Mannlíf
En þetta er nú ekkert á við Linduveðrið
10.03.2025 kl. 11:30

Já, en þetta er nú ekkert á við Linduveðrið.
Þessi setning fylgdi Akureyringum og sjálfsagt Eyfirðingum öllum um áratugi og fram að aldamótum – og sjálfsagt yfir þau líka.
Þannig hefst 70. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En það varð til nýtt og óafturkræft viðmið í veðri á átta ára afmælisdegi mínum 6. mars 1969, þegar helsta lægðin á öldinni sem leið, svipti öllu þvera þakinu af súkkulaðiverksmiðju Lindu niðri á eyrarflatanum í einni svipan.
Pistill dagsins: Linduveðrið