Fréttir
Eldur laus í húsnæði Pólýhúðunar
17.12.2024 kl. 21:55
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Eldur kviknaði í húsnæði Pólýhúðunar við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Húsið var mannlaust og enginn er í hættu. Töluverðan reyk leggur frá húsinu en eldur sést ekki utan frá. Pólýhúðun sérhæfir sig m.a. í duftlökkun málma og glers og af þeim sökum var fólk sem kom á vettvang beðið um að halda sig í nokkurri fjarlægð þar sem óttast var að eiturefni kynnu að vera í húsinu.
Austurgafl Draupnisgötu 7 laust fyrir klukkan 10 í kvöld. Pólýhúðun er með starfsemi í austurendanum. Fjölbýlishús við Lindasíðu í fjarska. Mynd: Skapti Hallgrímsson
UPPFÆRT – Slökkvistarfi lauk um kl. 23.30. Rjúfa þurfti þak hússins þar sem eldur komst í það en betur fór en á horfðist.