Fara í efni
Mannlíf

Ekki selja – miklir möguleikar í Saurbæ

Er metnaður stjórnenda Eyjafjarðarsveitar fokinn út í veður og vind?

Þannig spyr Gísli Sigurgeirsson, fyrrverandi fréttamaður, í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Grein sem hann skrifar „af ást til Eyjafjarðarsveitar og virðingu fyrir minningu Sverris Hermannssonar.“

Eyjafjarðarsveit hefur auglýst Sólgarð til sölu, gamla félagsheimilið í Saurbæjarhreppi þar sem nú er hið stórmerkilega Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Gísli spyr hvort það sé vilji sveitarstjórnar að selja húsið og pakka safninu niður í geymslu.

„Ykkur er ætlað að byggja upp, en ekki að brjóta niður og svíkja gefin loforð forvera ykkar í sveitarstjórninni,“ skrifar Gísli. Hann rifjar upp að Saurbær eigi sér merkilega sögu og á Saurbæjartorfunni séu miklir möguleikar á merkilegri menningaruppbyggingu. Viðrar hann margar hugmyndir í því sambandi.

Smellið hér til að lesa grein Gísla Sigurgeirssonar

Sverrir Hermannsson sagðist vera sérvitur, var stoltur af því og taldi það kost, skrifar Gísli Sigurgeirsson.

Nokkrir hinna óteljandi muna í Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson