Fréttir
Ekkert löður í bili en leitað að húsnæði
03.04.2024 kl. 12:30
Engin merki lengur um að Löður hafi verið með starfsemi í húsinu við Hörgárbraut. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Þeir sem hyggjast þvo bílinn í þvottastöð Löðurs við Hörgárbraut á Akureyri grípa nú í tómt því stöðinni hefur verið lokað. Leit stendur yfir að nýju húsnæði í bæjarfélaginu að sögn talsmanns fyrirtækisins.
Löður er í eigu Orkunnar og hefur sjálfsafgreiðslustöð félagsins hefur um árabil verið til húsa við hlið Veganestis og benstínstöðvar N1 við Hörgárbraut. Húsnæðið er í eigu N1 og leigusamningurinn er runninn út.
Talsmaður Löðurs sagði við Akureyri.net að alls ekki stæði til að hætta starfsemi á Akureyri, þvert á móti væru starfsmenn spenntir að bjóða áfram upp á þvottastöð enda hefði reksturinn gengið vel. Leit stæði yfir að nýju húsnæði og vonandi yrði eitthvað að frétta af þeim málum fljótlega.
Liðin tíð ... Skjáskot af ja.is