Fara í efni
Mannlíf

Einlægur, opinskár og hugrakkur

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Eymundur Eymundsson er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta Viðtalinu, þess vinsæla hlaðvarpsþáttar.

„Eymundur hefur glímt við kvíða alla sína tíð. Það varð til þess að skólagöngu hans lauk fyrr en hann vildi. Hann segir okkur einlæglega hvernig það er að búa við félagsfælni þegar maður er ungur og hvernig það er að búa við hana í dag. Hann er í mikilli sjálfsvinnu og hann starfar sem ráðgjafi í dag og fer meðal annars í skóla og talar við unglinga. Hann vill hjálpa öllum. Það er bara að hafa samband,“ segir í kynningu Ásgeirs á þættinum. Netfang Eymundar er Eydi1967@gmail.com

„Þetta er viðtal sem getur hjálpað þér að vinna þig úr kvíðanum í einlægu og opinskáu viðtali við mjög hugrakkan mann.“

Smellið hér til að hlusta á þáttinn

Af hverju faldi ég vandann?

Kvíði, félagsfælni og brottfall úr námi

Þór Akureyri og lífið