Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu nema sólskini – MYNDIR

Góð stemning var í Lystigarðinum í gær. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri á föstudag og lýkur á miðnætti í kvöld með flugeldasýningu í kjölfar sparitónleika á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Leiðinleg veðurspá gekk ekki eftir í gær og allt gekk vel; fjallahlaupið Súlur Vertical var stærsti viðburðurinn og því eru gerð sérstök skil hér á Akureyri.net. Þorgeir Baldursson var á ferðinni með myndavélina í gær hér og þar um bæinn.
_ _ _

LYSTIGARÐURINN
í Lystigarðinum var m.a. viðburðurinn Mömmur og möffins, þar sem seldar eru bollakökur til stuðnings fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri og hópur frá Steps dancecenter sýndi listir sínar.

_ _ _

MIÐBÆRINN
Markaður var á Ráðhústorgi og þar grillaði Sölvi frá Ghost Kitchen heilan svínsskrokk.

_ _ _

EVRÓPUMÓT Í TORFÆRU
Mikið gekk á á athafnasvæði Bílaklúbbs Akureyrar á fyrri keppnisdegi Evrópumóts í torfæru.