Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst á Akureyri í dag.
Fjölskyldu-, barna-, og kvöldskemmtanir verða bíða um bæinn, landsþekktir söngvarar koma fram, tvö tívolí verða verða á flötinni neðan við Samkomuhúsið, skógardagur er haldinn í Kjarnaskógi og Sparitónleikar verða á sunnudagskvöldið, svo fátt eitt sé nefnt.
Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús og götur bæjarins í rauðum lit yfir hátíðina, „einnig er nýjung í ár þar sem við hvetjum gesti að klæða sig upp í rauðu og smella mynd af sér, en við sláum upp veglegum instagram leik undir myllumerkinu #rauttak.“
FÖSTUDAGUR
Glerártorg
13:30 Húllahringjagerðarsmiðja á Glerártorgi. „Skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring.“
15:00 - 17:00 DÍA og Davíð Máni
15:00 - 17:00 Azpect
Flötin neðan við Samkomuhúsið
Tívolí opið frá föstudegi til sunnudags kl. 15:00 – 23:30
Kirkjutröppurnar
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup í boði Múlaberg bistro & bar og Hótel Kea, Flórídana og Eldhafs. „Keppt verður í fjórum aldursflokkum. Þátttakendur skrá sig á staðnum. Glæsileg verðlaun í boði!“
Kjarnaskógur
16:00 Krakkahlaup Súlur Vertical; hluti af Súlur Vertical hlaupahátíðinni. Skráning á staðnum, engin aðgangeyrir.
Menningarhúsið Hof
17:00 Menningarskokk Súlur Vertical með Vilhjálmi Bergmann Bragasyni. Skokkið er fyrir þátttakendur í Súlur Vertical og er þeim að kostnaðarlausu.
Akureyri er okkar
Nýr viðburður á Einni með öllu; veitingamenn bæjarins taka sig saman og halda tónleika á hverju veitingahúsi fyrir sig.
16:00 - 17:00 Backpackers: Ragga Rix og DJ Piqui
17:00 - 18:00 Cafe Lyst: Séra Bjössi og DIA
18:00 - 19:30 Múlaberg: Ársæll Gabríel
19:30 - 20:30 Vamos: Azpect og Herra Hnetusmjör
21:00 - 23:00 R5 bar: Andrea Gylfa, Stebbi Ingólfs og Halli Gulli
Akureyrarkirkja
20:00 Óskalagatónleikar með þeim Óskari Péturssyni, Ívari Helgasyni og Eyþóri Inga Jónssyni organista sem flytja lög sem tónleikagestir velja á staðnum.
Græni hatturinn
21:00 Classic Rock með Magna og Matta Matt. Miðasala á https://graenihatturinn.is
Sjallinn
Herra Hnetusmjör og Séra Bjössi. Miðasala á www.tix.is